Gagnrýni um gagnrrýni

Ég horfi alltaf á Kiljuna. Ef ég missi af henni horfi ég á hana á seinkun. Og ég er afskaplega þakklát fyrir þennan þátt sem er fjölbreyttur og því við allra hæfi. 

Samt var það eitthvað sem pirraði mig í gær, ég var ósátt. Ég var ekki alveg viss hversvegna og ákvað að sofa á því. Nú veit ég hvers vegna.

Umfjöllunin í upphafi þáttarins um nýjar bækur var ekki boðleg. Gagnrýnendurnir og þáttastjórnandi töluðu niður til höfundanna og ég sat eftir með tilfinninguna að þeim hefði leiðst lesturinn. Það hvarflaði jafnvel að mér að þeim leiddist oft að lesa bækur, því nú er orðinn til frasinn, að frásögnin þurfi að vera á þann hátt að lesandinn nenni að fletta. Þáttastjórnandi greip allt of oft inn í tal viðmælenda sinna, það var eins og allir væru í tímaþröng.

Þátturinn lyftist þó  allur þegar fjallað var um Þórarin Eldjárn. Þakka skyldi. Þórarinn stendur alltaf fyrir sínu. Hann hefur skrifað í 40 ár og lagt sitt að mörkum til íslenskrar menningar. Flest skólabörn þekkja Þórarin Eldjárn og kunna að meta hann. Það var gaman að hlusta á hann tala um líf sitt og skáldskap. Það var líka gaman að hlusta á samferðafólk hans. En ég saknaði þess að ekki var minnst á hlutverk hans sem þýðanda. Gleymdist það eða á að fjalla um það síðar? 

Samtalið við Steinar Braga var afar vel heppnað. Steinar Bragi var hreinskilinn og stendur vel með sjálfum sér og sínum bókum. 

Niðurstaða: Þessi umfjöllun un nýgræðingana var þó að því leyti góð að ég mun strax á morgun panta þessar tvær bækur til að sjá hvort ég nenni að fletta. 

Og svo er náttúrlega hitt vandamálið, sem ég þekki betur. Það er þegar bækur verða of spennandi og maður getur ekki stillt mig um að kíkja í endirinn. Þetta kom síðast fyrir mig í fyrradag, þegar ég var að lesa Gunnars sögu Keldugnúpsfífls.  Ég sofnaði ekki fyrr en ég las sögulokin. 

M


Bloggfærslur 9. október 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband