Illska: Eiríkur Örn Norđdahl

Loksins lét ég verđa af ţví ađ lesa,bókina Illsku eftir Eirík Örn Norđdahl. Hún kom út 2012 og var keypt hér inn á heimiliđ sama ár. Hún fékk bćđi mikla umfjöllun og mikiđ lof á sínum tíma. Ég held ađ ţađ hafi fćlt mig frá lestrinum, ég vil vera viss um ađ feta mína eigin slóđ og festast ekki í fari annarra, ţegar ég les. Og svo var líka  ríkulega búiđ ađ gera grein fyrir ţví ađ bókin fjallađi um hrćđilega hrćđilega atburđi og grimmd.

Nú ţegar ég er búin, veit ég ekki almennilega hvađ mér finnst. Á köflum fannst mér erfitt ađ lesa ţessa bók. Hún er ţung í hendi (rúmt kíló) en textinn er ekki tyrfinn í sjálfu sér en ákveđiđ klúrt tungutak truflađi mig stundum, bćđi af ţví ég er ekki von svona tali en kannski ekki síđur vegna ţess ađ mér fannst ţađ ekki segja mér neitt. En hvađ um ţađ, ég fann fljótlega ađ ţessum höfundi er mikiđ niđri fyrir og bókin er útpćld og ţví lagđi ég mig fram um ađ fylgja honum.  Sagan gerist á tveimur tímaplönum í tveimur löndum. Annars vegar segir frá ungu fólki á Íslandi og hins vegar fólkinu í Litháen sem nćr samfellt áralangt styrjaldarástand gerir ýmist ađ böđlum eđa fórnarlömbum.

Unga fólkiđ Agnes, Ómar og Arnór er menntafólk. Ţau eiga sér ólíkan bakgrunn og lesandinn fćr ađ kynnast ţeim smám saman eftir ţví sem sögunni vindur fram. Inn á milli er tölulegur fróđleikur um stríđ  og vođaverk. 

Agnes, háskólanemi úr Kópavogi á ćttir ađ rekja til Litháen er ađ skrifa mastersritgerđ. Hún hefur valiđ sér viđfangsefniđ ađ skođa hvort skyldleiki sé á milli pópúlisma og nýnasisma. Hún kynnist Ómari. Ómar er skilnađarbarn og hefur alist upp til skiptis hjá foreldrum sínum sem eiga ţađ sameiginlegt ađ skipta oft um búsetu. Hann er einfari, e.t.v vegna ţess ađ hann verđur fyrir erfiđri lífsreynslu. Arnór er barn einstćđrar móđur á Ísafirđi, ofurgreindur piltur međ áráttuhegđun og seinna nýnasisti. Hann verđur viđfang Agnesar í rannsókninni og seinna ástmađur. Ţessir ţrír einstaklingar eru höfuđpersónur, ţví um ţau hverfist frásögnin. Fjórđa persóna bókarinnar er Snorri sonur Agnesar og Ómars (eđa Arnórs), mér finnst hann nýstárlegasta og best dregna persóna ţessarar bókar, hann er enn ómálga en höfundur lćtur hann hugsa sitt. Hugsanir barnsins um móđur sína og mjólkina eru dásamlegar. 

Ţessi bók er samsafn mislangra texta sem lesandinn púslar síđan saman í heildstćđa frásögn. Viđ fáum textabrot um  átök úr einkalífi ungs fólks á Íslandi í nútímanum og helför Gyđinga í litlu ţorpi í Litháen. 

Lengi vel hélt ég ađ ég gćti dregiđ einhvern lćrdóm af ţví hvernig ţessi tvenns konar stríđ tengjast en eftir ađ hafa lesiđ bókina  finnst mér ég vera jafnnćr.  Kannski er ég ekki enn búin ađ rađa púslinu rétt og ţađ er á vissan hátt góđ tilfinning ađ geta haldiđ áfram ađ púsla.

 

 


Bloggfćrslur 5. október 2014

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband