Piparkökuhúsið: Carin Gerhardsen

 

Oft les ég bækur sem vinir mínir rétta að mér og segja ,,þú verður að lesa þetta". Í þetta skiptið var mér. ,,Þetta væri spennandi glæpasaga í anda Agöthu Christie. Ekki þessir drykkfelldu, geðstirðu lögreglumenn og bara lýsingar á venjulegu fólki", sagði vinkona mín.

Þetta er vissulega rétt hvað lögregluna varðar. Lögregluforinginn var  fjölskyldumaður um helgar og lét  sér annt um konu og börn. En fólkið í forgrunni glæpsins er ólíkt persónunum hennar Agötu, þetta er ruslaralýður. 

En það var ekki það versta við bókina heldur hitt að persónurnar og þar með mótífið var ótrúverðugt. Á móti kom að bókin var spennandi. 

 Það var mikil illska í þessari bók og lítið um notalegheit. Þá vil ég frekar lesa bækur þar sem þjónustu stúlkan kemur inn með morgunverðarbakkann og dregur frá gluggatjöldin í herberginu ,,mínu". 

Æ, þessir fátæklingar. 

Hér eftir mun ég bara lesa góðar bækur um sæmilega stætt fólk. 

 

 


Bloggfærslur 27. október 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187172

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband