Sígild lesning:Håkon Nesser

Hakan_Nesser02 

Ég hef ekki bara verið að lesa/hlusta á Karl Ove Knausgård, sem er verkefni út af fyrir sig, sex bækur, ég er stödd í þriðju bók. Ég hef líka verið að lesa aðra höfunda. Ég er ég nýkomin með nýja bókaveitu og rifja nú upp gömul kynni við höfunda sem ég fylgdist betur með, þegar ég hafði augun mín.

Håkon Nesser (f. 1950) er einn af mínum uppáhald höfundum. Ég veit ekki hvernig er best að flokka hann. E.t.v. er þetta sá sænski höfundur sem líkist Arnaldi Indriðasyni mest. 

Håkan Nesser er best þekktur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn  kommissar Veeteren. Eftir þeim bókum hafa verið gerðir vinsælir sjónvarpsþættir. Ég er þó hrifnust af bókum hans, þar sem Gunnar Barbarotti rannsóknarlögreglumaður er í aðalhlutverki, ég kann svo vel við þessa persónu. 

Nú,á þessu sumri hef ég lesið/hlustað á tvær bækur eftir Nesser, Maskarna på Carmine Street (2009), sem gerist í New York og Eugen Kallmanns ögon  (2016) sem gerist í bænum K- í Svíþjóð.

Fyrst örstutt um Maskarna Carmine Street. Bókin gerist í New York. Evrópsk hjón flytja þangað eftir að dóttur þeirra hefur verið rænt. Hann til að vinna sig út úr sorginni, hún trúir aftur á móti að barnið lifi, hún vonar. Hann er rithöfundur og hún myndlistarmaður og að nafninu til halda þau áfram við vinnu sína en líf þeirra hefur umturnast.

Þetta er einkennileg bók. Hefst sem ástarsaga en endar sem glæpasaga og í grófasta lagið miðar við sögur Nesser. Ég las bókina tvisvar til að átta mig á henni og sé ekki eftir því.

Eugen Kallmanns ögon er gamaldags spennusaga. Hún gerist í kringum unglingaskóla í bænum K- í Norður Svíþjóð (uppskáldaður bær). Leo Berger, miðaldra grunnskólakennari er í alvarlegri lífskrísu, hann hefur nýlega misst konu sína og dóttur í ferjuslysi. Hann ákveður að skipta um umhverfi. Hann flytur frá Stokkhólmi til K-, þar sem hann fær stöðu. Dularfullir atburðir gerast og hópur kennara tekur sig saman um að leysa gátuna. Reyndar eru enn fleiri, sem tengjast skólanum að vinna að hinu sama.

Þetta er einstaklega skemmtileg bók að lesa, ekki síst vegna þess hversu skólalífinu er vel lýst og hvað persónur eru vel mótaðar. Það er ekki undarlegt, því þarna er Nesser á heimavelli, hann var kennari í unglingaskóla í yfir 20 ár. Það er líka gaman að sjá að höfundur hefur lagað málfarið að því að láta söguna vera gamaldags, stundum dálítið uppskrúfað og lært. Sundum fannst mér Bo Balderson  bregða fyrir og kunni því vel.

Við ykkur lesendur mínir, ætla ég að segja þetta. Ef þið hafið ekki lesið Nesser og hafið gaman af spennusögum, leitið hann uppi og lesið hann. Hann kann ekki bara að skrifa spenandi bækur, stíll hans er heillandi. Auk þess á hann erindi, því ekki veitir ekki af að heyra rödd sem tekur upp málstað húmanisma og mannkærleika.

  


Bölvaður ef þú gerir það, bölvaður ef þú gerir það ekki

image 

 

 

Það kannast sjálfsagt flestir við að hafa heyrt talað um sleifarlagið á götunum í borginni og því ætla ég ekki að fara nánar út í það hér. Ég ætla þess í stað að ræða um það sem borgin hefur gert í sambandi við göngu- og hjólastíga. Þótt enn sé þar langt í land, eiga þeir /þau sem stýra gatnaframkvæmdum þakkir skilið. Og þá sérstaklega fyrir stefnumörkun í þeim málum.

Reyndar þekki ég fólk sem bölsótast yfir þessu og finnst öll vinna við göngu- og hjólastíga vera á kostnað lagfæringa á götum og tala um gæluverkefni í því sambandi.

Mér finnst aftur á móti ekki nóg að gert, hjólreiðar hafa stóraukist og eiga eftir að aukast enn. Ég er sérstaklega með efasemdir um hugmyndir að það sé fullgott fyrir hjólafólk að hjóla á gangstéttum, sem mér finnst hvorki boðlegt fyrir það né gangandi vegfarendur.

Ég veit að gangandi fólk er oft hrætt og óöruggt gagnvart hjólafólki, sem ég skil vel. En mér sem hjóla meira en ég geng, finnst gangstéttirnar varasamar vegna þess að þær eru og oft í ömurlegu ástand og beinlínis hættulegar fyrir hjólaumferð. Það að auki er engin virðing borin fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og oft, því miður oftast, er gengið illa frá gangstéttum, þar sem þar sem unnið er að byggingaframkvæmdum. Auðvitað ættii að ganga frá því í útboðum ekki sé gengið á hlut þessa hóps og setja frá því sem skyldu gangstéttir séu í góðu lagi .

Líklega  hljómar þetta einsog nöldur en í hjólatúr mínum í dag á milli bæjarhluta, hugsaði ég samt hlýtt til þeirra sem lengt hafa hjólastíga. Þegar ég kom að framkvæmdasvæðinu við Klambratún, sem mikið hefur verið bölsótast yfir hugsaði ég. Bölvaður eru ef þú gerir það, bölvaður ertmef þú gerir það ekki. Þetta er klemman sem gatnagerðarmenn standa frami fyrir. Um leið og unnið er að umbótum, skapast vandræði. Og svo er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.

En ég vona að við hættum að hugsa um bílafólk og hjólafólk sem andstæðinga. 

En mikið var hjólaveðrið gott í dag. Og dásamleg tilfinning fyrir mig, að vera aftur farin að hjóla, nýkomin úr aðgerð á mjöðm.

Myndin er frá framkvæmdum á Klambratúni. 

 


Þjóð meðal þjóða : Vegagerð

IMG_0768

Hvenær ætla Íslendingar að verða eins og annað fólk og gera nauðsynlegar umbætur í vegamálum? Gera vegakerfið sambærilegt við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Þjóðum sem við berum okkur saman við? Hvernig getur staðið á því að við, þessi ríka þjóð, lítum ekki á það sem eðlilegan hlut að þjóðvegurinn sé með bundnu slitlagi og gengið þannig frá vegalögn, þar sem umferðin er mest, að sem minnst hætta sé á slysum þar sem umferð er mikil. Það þarf að breikka vegi til að koma í veg fyrir árekstra bíla sem koma sitt úr hvorri áttinni.  Umferðaþungi hefur fyrir löngu náð því marki, að það er nauðsynlegt gera umbætur. Það myndu aðrar þjóðir gera.

En við Íslendingar höfum ekki efni á því. Segjum við. Það er nefnilega þannig með okkur að við höfu vanið okkur á að gera mikið úr sérstöðu okkar þegar okkur hentar, í öðrum tilfellum erum við eins og allir aðrir.

Ég held því fram að, þetta með að við höfum ekki efni á að gera umbætur sé hugsunarvilla, slíkt gerist ef maður er fastur í vanahugsunum sem eiga ekki lengur við. Þegar ég var að alast upp um miðbik síðustu aldar voru vegir víða einbreiðir. Þá var áherslan lögð á að stækka vegakerfið. Þá var umferðin einungis brot af því sem hún er nú. Stundum finns mér að ráðamenn séu enn staddir þarna. 

Fyrir u.þ.b. 20 árum heimsótti ég Færeyinga, fór m.a. í skoðunarferð alla leið til Viðeyjar. Ég var uppmumin af því hve vegirnir voru góðir. Allt malbikað og göng, þar sem þeirra var þörf. Og það var víða. Þegar ég spurði hvernig þeir færu að þessu, var svarið:"Það var tekin sú ákvörðun um að við vildum halda öllum eyjunum í byggð."Svo einfalt var það. 

Mér hefur oft síðan verið hugsað til Færeyinga þegar talið berst að vegamálum og byggðamálum. Einu sinnni voru djúp hjólför víða hindrun fyrir minni bíla, bíllinn tók niðri. Nú segi ég: Upp úr hjólförunum. Upp úr hjólförum hugans. Hættum að skilgreina okkur öðru vísi, þegar það á ekki við. Slys á útlendingum er ekki þeim að kenna, þau eru vegna þess að vegirnir eru ekki fólki bjóðandi. Ekki heldur Íslendingum. 

Myndin er af pistlahöfundi við Múrinn. Hana tók Erling Ólafsson


Er eitthvað að marka fréttir?


IMG_0696

Ég fæ svo miklar fréttir af því sem er að gerast í Venesúela. Daglega hlusta ég á fréttir þaðan um óheillavænlega þróun mála. Það fer eitthvað voðalegt að fara að aðsigi, hugsa ég. Voðalegt fyrir hverja, hugsa ég áfram?

Reyndar er ástandinu lýst þannig, að það sé  nú þegar hræðilegt.Það þarf að binda endi á þettaer sagt. En hvað?

Það er erfitt að fylgjast með málum í fjarlægum löndum, þar sem maður þekkir lítið sem ekkert til. Fréttir verða að mötun, því maður er ófær um að meta hvað er satt eða ósatt. Ófær um að skilja, hvað þá að taka afstöðu. 

Undanfarna daga hef ég verið að lesa (hlusta á) bók eftir Manuel Scorza (f. 1928 d. 1983), Þorp á heljarþröm. Þessi bóki kom út á spænsku 1971, en hér kom hún út 1980. Hún er þýdd af Ingibjörgu Haraldsdóttur og það er einnig Ingibjörg sem les bókina fyrir Hljóðbókasafnið. Með sinni mjúku þíðu rödd. 

Bókin gerist í Perú og er um þorp á heljarþröm. Það liggur eitthvað voðalegt loftinu. Ástandið er slæmt en það versnar enn, þegar landeigendur þrengja að bændum, meðal annars í fjallaþorpinu Rancas, með því að taka frá þeim landið.  Víðfeðm landsvæði eru girt af með gaddavír, bústofninn sveltur. Dýrin hrynja niður.

Þessi saga gerist í Perú, ekki í Venesúela . Höfundur bókarinnar er Manuel Scorza er ekki bara rithöfundur, hann tók einnig virkan þátt í stjórnmálum. Það er ekki óvenjulegt að svo sé um suðurameríska rithöfunda. 

Ég veit jafn lítið um Perú og ég veit um Veneesúela, en ég hneigist til að trúa skáldum betur en fréttamönnum. Skáld kafa dýpra, fljúga hærra. Get ekki að þessu gert. Þannig er það bara. En mig langar til að trúa.

Í formála bókarinnar er segir höfundur, að hún byggi ekki bara á staðreyndum, heldur sé hún um það sem raunverulega gerðist. Í inngangi segir jafnframt að þat sé  einungis breytt einstaka nafni til að  vernda saklaust fólk frá réttvísinni.  

Þegar ég les mér til í fljótheitum um þessi tvö lönd, Venesúela og Perú, sé ég að þau eiga margt sameiginlegt. Þau eru t.d. rík af auðlindum þótt stór hluti fólksins lifi í sárri fátækt.

Er það það sem nú er að gerast  í Venesúela fyrst og fremst vegna óstjóþetta rnar,eða er þetta vísvitandi harðstjórn? Hvað gengur þeim til? Snýst þetta um persónur þeirra sem fara með völd?

Ég get ekki áttað mig á því í þótt ég hlusti samviskusamlega á fréttir hvern einasta dag. Ég tortryggi þessar fréttir, þær eru grunnar. Ekki bætir, að stöðugt er vitnað í yfirlýsingar frá Bandaríkjunum. Eiga þeir að ráða þessu?

En svo ég snúi mér aftur að Þorpi á  heljarþröm. Þar er því lýst hvernig fólk hugsar þegar óréttlætið verður svo mikið að boðorðin fara á hvolf, a.m.k. það 8. Þú skalt ekki stela verður, láttu ekki ræna þig eða steldu. Er það eitthvað svona lagað sem er að gerast í  Venesúela?

Ég er ekki búin með bókina um Rancas, þorpið á heljarþröm,sem er hvergi til nema á kortum hershöfðingjanna sem eyddu því. Það er heldur ekki komin nein niðurstaða í hvað verður í Venesúela. En ég vona það sem gerist verði í anda réttlætis.

Ég vona líka að ég hætti að tortryggja fréttamenn og treysti þeim í staðinn til að flytja mér fréttir sem ég bæði skil og trúi.   

 

 


Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband